Í frétt Heimildinnar er vitnað í þessi orð í ársreikningi Salmar: „Opnum sjókvíum Salmar gæti staðið ógn af því ríkisvaldið í Noregi og á Íslandi myndi ákveða að breyta fiskeldisstrategíu sinni þannig að að hún byggi bara á lokuðum kvíum. Þessi hætta er raunveruleg í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um þetta í Kanada.“

Stjórnvöld í Kanada hafa skikkað sjókvíaeldisfyrirtækin til að fjarlægja sjókvíar sínar á svæðum þar sem þau hafa verið með starfsemi um árabil. Ástæðan er skaðinn sem þessi mengandi stóriðja hefur á umhverfið og lífríkið.

Eigendur Salmars meta stöðuna hér rétt. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki þennan skaðlega iðnað og stjórnvöld hljóta að bregðast við því.

Í Heimildinni kemur m.a. fram:

„Um þetta segir í ársreikningi Salmar: „Opnum sjókvíum Salmar gæti staðið ógn af því ríkisvaldið í Noregi og á Íslandi myndi ákveða að breyta fiskeldisstrategíu sinni þannig að að hún byggi bara á lokuðum kvíum. Þessi hætta er raunveruleg í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um þetta í Kanada.“ … Í ársreikningum er rakið hvernig Salmar AS ver umtalsverðum fjármunum í það að þróa lausnir í aflandseldi á laxi samhliða því að laxeldi í sjókvíum, eins og fyrirtækið stundar á Íslandi á undir högg að sækja. Aflandseldi á laxi gengur út á það að þróa lausnir í fiskeldi þar sem ræktun hans fer fram úti á hafsjó, fjarri ströndum landa, laxveiðiám og grunnu hafsdýpi, sem myndi koma í fyrir þau slæmu umhverfisáhrif sem yfirleitt eru gagnrýnd við sjókvíaeldið. Fyrirtækið segist í ársreikningnum vera leiðandi í því í heiminum að þróa slíkt aflandseldi.

Um þetta segir í ársreikningnum: „Þróunin á laxeldi úti á hafsjó er mikilvægur hluti af þeirri strategíu Salmar að vöxtur í laxeldi og framleiðsla sé sjálfbær. […] Úti á rúmsjó væri hægt að auka framleiðsluna og verðmætasköpunina, á sama tíma og ýtt verður undir tæknilega framþróun og hægt verður að opna fyrir fjölmargar nýjar leiðir í framleiðslu á laxi í náttúrulegu umhverfi hans.“

Eitt af því sem vekur athygli í þessum orðum Salmar er að fyrirtækið undirstrikar mikilvægi þess að vöxtur í laxeldi í heiminum verði „sjálfbær“. Fyrirtækið undistrikar að þessi auknu vöxtur verði örugglega frekar sjálfbær á hafi úti frekar en í sjókvíum.

Þessi orð eru í samræmi við það sem fyrrverandi stjórnarformaður Salmar AS, Atle Eide, hefur sagt opinberlega. Hann hefur spáð því að sjókvíaeldi eins og það er þekkt í dag verði ekki stundað lengur árið 2030.