Enn halda eldislaxar áfram að stráfalla í sjókvíum við Ísland. Á heimasíðu MAST má sjá að í október drápust 263 þúsund laxar en það er á við rúmlega fimmfaldan íslenska villta laxastofninn.

Fyrstu tíu mánuði ársins hafa rúmlega 2,5 milljónir laxa drepist í þessum hroðalega iðnaði. Athugið að þetta er byggt á tölum frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sjálfum.

Í október fjarlægðu fyrirtækin að meðaltali um níu þúsund dauða eldislaxa úr netapokunum á hverjum einasta degi.

Sjókvíaeldi á laxi er glórulaust dýraníð og algjörlega óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.