Þetta er fáránleg hringrás og milljarða viðskipti. Gríðarlegt magn af fiski er dregið úr sjó við vesturströnd Afríku fyrir kínverskar fiskimjölsverksmiðjur sem leggja til fóður fyrir eldislax sem endar á borðum Vesturlandabúa.

Heimafólk í Afríku er svipt mikilvægri próteinuppsprettur, rányrkja stunduð á fiskimiðum þeirra og strandsvæðin menguð.

Stjórnmálamenn greiddu götu þessarar starfsemi út á loforð um nokkur störf og malbikaða vegi.

Það er staðreynd að laxeldi býr til neikvæðan halla í próteinframleiðslu heimsins. Til að búa til eina máltíð af eldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Í augum 80 prósent mannkyns er eldislax lúxusvara sem þau hafa ekki efni á.

Sjá umfjöllun Der Spiegel.