Freyr Frostason, formaður stjórnar IWF, brýnir fyrir sjávarútvegsráðherra að taka lúsavandann í sjókvíaeldinu mjög alvarlega.

Í greininni, sem birtist á Vísi segir Freyr m.a.:

„Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. Annar og ekki síður risagalli á drögunum er sá kafli þeirra sem fjallar um laxalúsavanda sjókvíaeldisins. Eða réttara sagt skortur á þeim kafla því drögin víkja aðeins nokkrum orðum að laxalúsinni, sem er þó einn helsti skaðvaldur þessarar starfsemi fyrir villta silungs- og laxastofna.“