Áhrif af seiðasleppingum í ár við Eystrasalti eru orðin svo mikil að vísindamenn óttast um afdrif villtra laxastofna landanna sem liggja að Eystrasalti.

Afleiðingar seiðasleppinga hafa einfaldað erfðabreytileika villtra laxastofna og dregið úr getu þeirra til að lifa af við aðstæður sem eru alltaf að verða erfiðari vegna loftslagsbreytinga og annarra áskoranna í umhverfinu, segir Johan Östergren, vísindamaður við sænska Landbúnaðarháskólann SLU.

Niðurstaða Johans er skýr og afgerandi: Þessar sleppingar eru ekki sjálfbærar.

Lesendur geta gert sér í hugarlund að ef þetta eru áhrifin af sleppingum á seiðum sem sótt eru í villta stofna, hversu skelfilegt það er að fá erfðablöndun frá eldislaxi í stofnana.

Skv. frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT:

„En färsk studie från Lantbruksuniversitet, SLU visar att laxens genetiska status försämrats allvarligt, framförallt i några av de mindre älvarna med vild lax.

– Laxarna är mera genetiskt lika nu än de var för hundra år sedan, konstaterar Johan Östergren som är forskare på SLU.

Det är den omfattande odlingsverksamheten, som sker som kompensation i älvar där laxen inte längre kan föröka sig eftersom kraftverk hindrar fiskens vandring, som gjort att en allt större genetisk likformighet uppstått bland laxarna. När fisk från olika vattendrag blandats har variationen gått förlorad.“