Svona er þessi iðnaður alls staðar þar sem hann er stundaður. Dauði og þjáning eldisdýranna er hluti af viðskptamódeli sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Hagnaður þeirra grundvallast á því að halda gríðarlegum fjölda eldislaxa á litlu svæði.

Þekkt er að svona þauleldi á miklum fjölda dýra fylgir alltaf skæðir sjúkdómar, alvarleg útbreiðsla sníkjudýra, og mikil notkun lyfja og kemískra efna til að taka á hvoru tveggja.

Með öðrum orðum, sjókvíaeldi er ein grimmdarlegasta útgáfa af verksmiðjubúskap sem mannkynið hefur fundið upp.

“…laxarnir í kvíum fyrirtækisins báru í sér fjölda sjúkdóma.
Hefur matvælaeftirlitið nú fundið hátt í 150.000 dauða laxa á eldisstöðvum fyrirtækisins og játar Bjarne Reinert, forstöðumaður sjóeldisdeildar Lerøy, að vissulega sé um óvenjulegt fyrirbæri að ræða sem hann skýrir fyrir NRK með sýkingu í tálknum laxanna sem geri að þeir kafni þúsundum saman.”

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir m.a.

Norski lax­eld­isris­inn Lerøy Sea­food Group kaus að þegja þunnu hljóði um fjölda­dauða lax í eldisk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins allt frá Kristiansund í Mæri og Raumsdal norður til Hitra í Þrænda­lög­um í haust.

Með réttu hefði fyr­ir­tækið átt að til­kynna norska mat­væla­eft­ir­lit­inu, Mattil­synet, um dauðann en eft­ir­litið komst fyrst á snoðir um málið þegar skoðun­ar­fólk þess mætti í óboðaða heim­sókn til Reit­hol­men 21. sept­em­ber þar sem Lerøy rækt­ar meðal ann­ars lax sinn.

Í rann­sókn sinni í kjöl­far þeirr­ar upp­götv­un­ar komst norska rík­is­út­varpið NRK enn frem­ur að því að eld­is­fyr­ir­tækið pantaði grein­ingu á laxa­hræj­um 4. sept­em­ber … Reglu­boðin til­kynn­ing­ar­skylda um fjölda­dauða lax eða óvenju­leg­an dauða dreg­ur úr hætt­unni á því að sjúk­dóm­ar dauðu lax­anna smit­ist yfir í ann­an lax. Nú er orðið ljóst, eft­ir að sýn­in sem Lerøy pantaði í sept­em­ber komu úr grein­ingu, að lax­arn­ir í kví­um fyr­ir­tæk­is­ins báru í sér fjölda sjúk­dóma.

Hef­ur mat­væla­eft­ir­litið nú fundið hátt í 150.000 dauða laxa á eld­is­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins og ját­ar Bjarne Reinert, for­stöðumaður sjó­eld­is­deild­ar Lerøy, að vissu­lega sé um óvenju­legt fyr­ir­bæri að ræða sem hann skýr­ir fyr­ir NRK með sýk­ingu í tálkn­um lax­anna sem geri að þeir kafni þúsund­um sam­an.

Er Reinert ekki sam­mála því að fyr­ir­tæk­inu hafi borið skylda til að til­kynna eft­ir­lit­inu um laxa­dauðann, það hafi ein­fald­lega sín­ar eig­in verklags­regl­ur um slík­ar til­kynn­ing­ar.

…Hvað sem verklags­regl­um Bjarne Reinert for­stöðumanns og sam­starfs­fólks hans líður hang­ir Stein­ar Wester­berg, um­dæm­is­stjóri í mat­væla­eft­ir­lit­inu, á því eins og hund­ur á roði að fjölda­dauða fisks, eins og þann sem hér er fjallað um, beri að til­kynna eft­ir­lit­inu án taf­ar og skil­grein­ir þann tíma­punkt aðspurður þannig að til­kynna beri um leið og starfs­fólk eld­is­fyr­ir­tæk­is upp­götv­ar dauðann.

Einn­ar viku eða lengri bið sé klár­lega brot gegn reglu­verk­inu seg­ir hann NRK en því mót­mæl­ir Reinert og bend­ir á að eng­ir af­markaðir tíma­frest­ir séu gefn­ir fyr­ir slík­ar til­kynn­ing­ar, aðeins hug­læg viðmið.

Til marks um að mál­inu sé hvergi nærri lokið má nefna um­fjöll­un NRK frá í haust um að sjálf­dauður lax væri á leið úr kví­um Lerøy í Reit­hol­men á borð neyt­enda. Greindi áhöfn eins skipa fyr­ir­tæk­is­ins mat­væla­eft­ir­lit­inu þá frá því að henni hefði verið gert að sækja dauðan lax í kví­ar fyr­ir­tæk­is­ins og flytja hann í slát­ur­húsið þar sem gera skyldi að hræj­un­um fyr­ir mann­eldi á norsk­um markaði. …