Við tökum undir með Jasper. Við skiljum þetta ekki heldur. Vísir ræddi við Jasper:

„Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin. …

„Ég held að lang­stærsta vanda­málið hér á Ís­landi sé fisk­eldið,“ segir Jasper.

Í sam­tali við Vísi bendir hann á að á Ís­landi séu tæp­lega 90 ár sem laxinn gengur í og á­ætlað sé að stofninn telji um 50 þúsund fiska.

„Svo koma norsk stór­fyrir­tæki, virði margra milljarða, til Ís­lands og setja niður opnar neta­kvíar í firði sem liggja að ám sem laxinn gengur í. Í hverju einasta neti geta verið um 200 þúsund laxar. Það er gjör­sam­lega ó­skiljan­legt að Ís­land hafi leyft því að gerast,“ segir Jasper.

Ís­land sé þekkt út á við sem land náttúru- og dýra­verndar. „En það er alveg ó­skiljan­legt að ís­lenskir stjórn­mála­menn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarða­mæringum og leyft þeim að koma og eyði­leggja firðina ykkar, vist­kerfið, ó­spillta náttúru og ó­spilltan laxa­stofn. Ég meina, það er svo ó­trú­legt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosa­lega strangar reglur eru í gildi á Ís­landi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfða­breytta eldis­stofni.“