Píratar stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu í gær undir yfirskriftinni „Málþing um fiskeldi á Ísland“. Framsögumenn voru Einar K. Guðfinnsson, fyrir hönd Landssambands fiskeldisstöðva, Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir hönd þeirra sem vilja vernda villta urriða- og laxastofna, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar fyrir hönd vísindasamfélagsins.

Líflegar umræður fóru fram eftir erindi þeirra. Vakti sérstaka athygli hversu uppsigað Einari K. virtist vera við landeldi. Virtist hann hvorki vera vel með á nótunum um þá þróun sem er á fleygiferð í öðrum löndum né stöðuna hér á landi. Gekk ólund Einars í garð landeldsins svo langt að vísindamaðurinn Ragnar taldi sig knúinn til að gera athugasemdir við málflutninginn. Af framgöngu Einars að dæma virðist hann eingöngu telja sig vera talsmann sjókvíaeldis í starfi sínu sem stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva.

Meðfylgjandi myndir eru frá fundinum í gær og sýna glæru Ragnars þar sem kemur fram af hverju Ísland er með „besta landsvæði í heimi fyrir landeldi.“

Pírötum er sómi af því að hafa staðið fyrir þessum fundi.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.738463743287858/738463419954557/?type=3&theater

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.738463743287858/738463436621222/?type=3&theater