Þetta er svo grátlega aumt af hálfu stjórnvalda. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa með þrýstingi í gegnum SFS beygt þau í duftið og komið sér þannig hjá að greiða áætlaða 450 milljón króna hækkun á fiskeldisgjaldinu á næsta ári.

Á sama tíma og þessi iðnaður þykist ekki vera aflögufær ganga eignarhlutir í íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum kaupum og sölum fyrir tugi milljarða. Nú síðast þegar Mowi, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki heims, keypti ríflega helmings hlut í Arctic Fish fyrir um 27 milljarða króna.

Söluvaran eru framleiðslukvóti á eldislaxi og aðgangur að takmörkuðum hafsvæðum í eigu þjóðarinnar í fjörðum landins.

Sölufjármunirnir renna beint til þeirra sem sóttu sér framleiðsluleyfin og aðganginn fyrir klink og hafa aldrei viljað greiða hér fyrir afnotin af náttúruauðlindunum.

Við skulum líka muna að þessi fyrirtæki eru rekin stanslaust með bókhaldslegu tapi og hafa því aldrei greitt hér tekjuskatt.

Þessi viðskipti hafa þannig gert örfáa einstaklinga moldríka en þjóðin situr hins vegar eftir með skaðann á unhverfinu og lífríkinu.

Í ítarlegri umfjöllun Kjarnans segir m.a.:

„Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans um breyt­ingar á tekju­­­band­ormi sem fylgir fjár­­­laga­frum­varpi næsta árs er þessi ákvörðun rök­studd með því að þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mælti fyrir hækkun af gjald­töku af fisk­eldi í sept­em­ber síð­ast­liðnum hefði verið gert ráð fyrir því að stefnu­mótun um fisk­eldi yrði lengra á veg kom­in. …

Rök­semdir meiri­hlut­ans eru í takti við aðfinnslur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), sem gæta hags­muna fisk­eld­is­fyr­ir­tækja, sem settar voru fram í umsögn þess um band­orm­inn. Sam­tökin sögðu að gjald­hækk­unin væri bæði ótíma­­bær og óhóf­­leg og vís­uðu í að yfir stæði ýmis konar vinna og stefn­u­­mótum um fisk­eldi, meðal ann­ars hjá Boston Consulting Group. Afurð þeirrar vinnu væri óljós á þessu stigi. „Ljóst er þó að ekki er loku fyrir það skotið að ráð­ist verði í viða­­miklar breyt­ingar á lagaum­hverfi fisk­eldis með ófyr­ir­­sjá­an­­legum afleið­ingum fyrir rekstr­­ar­um­hverfi fisk­eld­is­­fyr­ir­tækja. Að mati sam­tak­anna er veru­­lega óábyrgt og ótíma­­bært að boða áform um veru­­lega gjald­hækkun á sama tíma og atvinn­u­­greinin stendur frammi fyrir heild­­stæðri úttekt og stefn­u­­mót­un­­ar­vinn­u.“

Þau gerðu einnig athuga­­semd við að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við SFS við und­ir­­bún­­ing skatta­hækk­­un­­ar­inn­­ar. „Til þess að sátt geti ríkt um gjald­­töku af fisk­eldi er mik­il­vægt að sam­ráð sé haft við hag­að­ila í við­kom­andi atvinn­u­­grein áður en áform af þessu tagi eru kynnt opin­ber­­lega.“ ….

Gjaldið sem um ræðir leggst á þá rekstr­­ar­að­ila sem stunda sjó­kví­a­eldi. Aðrir sem stunda fisk­eldi, t.d. á landi, eru und­an­þegnir gjald­inu. Þegar lögin um gjald­tök­una voru sett var sam­­þykkt að veita þessum aðilum aðlögun að því að greiða fullt gjald. Á næsta ári munu sjó­eld­is­­fyr­ir­tækin greiða 4/7 af því hlut­­falli reikn­i­­stofns­ins sem þeim mun frá árinu 2026 vera gert að greiða að fullu.

Í fjár­­laga­frum­varpi árs­ins 2023, sem lagt var fram í sept­em­ber, voru til­­­teknar tvær megin breyt­ingar á verð­­mæta­gjaldi vegna sjó­kví­a­eld­­is. Ann­­ars vegar er gjald­hlut­­fallið hækkað úr 3,5 í fimm pró­­sent og hins vegar var við­mið­un­­ar­­tíma­bil gjalds­ins fært nær í tíma. Nánar til­­­tekið var því breytt þannig að nú er miðað við alm­an­aks­árið, en ekki ágúst, sept­­em­ber og októ­ber. Báðar breyt­ing­­arnar áttu að gera það að verkum að inn­­heimt gjald myndi hækk­a og þegar þær væru að fullu inn­leiddar árið 2026 myndu tekjur rík­is­sjóðs aukast um 800 millj­ónir króna á ári.

Nú hefur meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar fallið frá þessum breyt­ing­um. …“