Þekktasti og virtasti núlifandi rithöfundur Ástralíu, Richard Flanagan, var að senda frá sér bókina Toxic sem fjallar um sjókvíaeldisiðnaðinn við Tasmaníueyju þar sem hann býr.

Norskur Atlantshafslax er alinn í sjókvíum eyjuna og hefur eins og alls staðar þar sem þessi iðnaður nær að koma sér fyrir valdið spjöllum á umhverfinu og lífríkinu.

Flanagan hefur lýst því í viðtölum hvernig hann horfði upp á skólp frá sjókvíunum menga strendurnar í nágrenni við heimili sitt, og það rak hann til þess að hefja eigin rannsóknir á þessum iðnaði.

Flanagan er margverðlaunaður metsöluhöfundur og hefur líka skrifað og leikstýrt kvikmyndum. Útgefandi bókarinnar, Penguin, lýsir henni þannig:

„Richard Flanagan’s exposé of the salmon farming industry in Tasmania is chilling. In the way that Rachel Carson took on the pesticide industry in her ground-breaking book Silent Spring, Flanagan tears open an industry that is as secretive as its practices are destructive and its product disturbing … From the burning forests of the Amazon to the petrochemicals you aren’t told about to the endangered species being pushed to extinction you don’t know about; from synthetically pink-dyed flesh to seal bombs . . . If you care about what you eat, if you care about the environment, this is a book you need to read.“