Ivan Vindheim, Mowi og restin af sjókvíaeldi á laxa á verksmiðjubúskapsskala, ættu að óttast neytendur.

Heimurinn er að byrja að gera sér grein fyrir því að laxeldi í sjókvíum er beinlínis byggt á hræðilegum kvölum og dauða eldisdýranna. Til að græða sem mest þarf þessi iðnaður að hafa mikið magn af eldislaxi í sjókvíunum. Þetta magn leiðir til gríðarlegs fjölda af sníkjudýrum og útbreiðslu banvænna sjúkdóma sem stráfellir eldisdýrin

Á síðasta ári drápust 63 milljónir eldislaxa í norskum sjókvíum. Fjórar og hálf milljón dóu í sjókvíum í íslenskum fjörðum.

Dauðshlutfallið var að 16,7 prósent í Noregi og 23 prósent á Íslandi í kvíunum.

Þetta skelfilega miskunnarleysi er skrifað í viðskiptalíkan fyrirtækjanna. Dauðinn er hluti af því hvernig iðnaðurinn vinnur, ekki óheppni eða slys.

Í Intrafish hefur eftir Vindheim:

“I believe reason will prevail everywhere, also in Iceland,” he said when asked during a fourth quarter presentation Wednesday about whether the new film Laxaþjóð: A Salmon Nation, which questions the sustainability of the region’s salmon farming sector, is a danger to the company’s Iceland operations.