Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Svona hegðar þessi iðnaður sér. Engin virðing fyrir umhverfinu, lífríkinu, eldisdýrunum né neytendum.

Öllu þessu er vikið til hliðar fyrir mögulegum hagnaði fyrirtækjanna sjálfra.

Hvert er hlutfalls þess sem Norðmenn kalla “framleiðslufisk” hjá íslensku sjókvíaeldisfyrirtækjunum? Það er eldislax sem er vegna sára af völdum laxalúsar eða bakteríusýkinga ekki hægt að gera úr flök en sárin skorin burt og gerðir fiskborgarar eða önnur vara fyrir neytendamarkað.

Bannað er að flytja sláturfisk sem ber svona sár úr landi án þess að hann hafi verið unninn áður í Noregi, væntanlega vegna þess að iðnaðurinn vill ekki láta sjást í öðrum löndum hvernig fiskurinn lítur út áður en sárin hafa verið skorin burt.

Það væri forvitnilegt að vita hvað gert er við þann fisk hér á landi.

Í umfjöllun Mbl segir:

Norska rík­is­út­varpið NRK hef­ur fengið af­rit af sam­skipt­um ísra­elskra yf­ir­valda við mat­væla­eft­ir­litið í Nor­egi en þangað barst fyrsta kvört­un Ísra­ela í janú­ar í fyrra.

„Ofan á lykt­ina og eft­ir­bragðið var einnig að finna opin sár á lax­in­um og svarta flekki auk þess sem hann var föl­leit­ur og mislit­ur,“ skrifuðu Ísra­el­ar þar og sendu eina send­ingu af ómet­inu til baka til Nor­egs.

Leið svo og beið og fá­ein­um mánuðum síðar tóku að ber­ast kvart­an­ir frá viðskipta­vin­um ísra­elskra stór­markaða sem lyktaði með því að heil­brigðisráðuneytið þar í landi lagði blátt bann við sölu lax­ins til neyt­enda. Fékk norska mat­væla­eft­ir­litið skýrslu og mynd­ir frá ísra­elsk­um heil­brigðis­yf­ir­völd­um og staðfesti rann­sókn í Nor­egi að um skemmd­an lax væri að ræða.

Svo virðist sem norsk­um laxa­bænd­um hafi orðið á í mess­unni þar sem um svo­kallaðan fram­leiðslu­fisk er að ræða, produksjons­fisk á norsku, og er þar um að ræða lægsta gæðaflokk norsk lax. Slík­ur lax er óheim­ill til út­flutn­ings nema full­unn­inn en svo var ekki í þessu til­felli – ým­ist voru heil­ir frosn­ir lax­ar send­ir út eða laxa­stykki með roði.

Hafa kvart­an­ir einnig borist frá nokkr­um Evr­ópu­sam­bands­lönd­um og kvað svo rammt að, að norska mat­væla­eft­ir­litið gerði út eft­ir­lits­hóp sem heim­sótti 49 fyr­ir­tæki og upp­götvaði ell­efu til­felli þar sem fram­leiðslu­fisk­ur hafði verið flutt­ur út þrátt fyr­ir bannið.

Elisa­beth Wilm­an, deild­ar­stjóri lög­fræði- og alþjóðadeild­ar mat­væla­eft­ir­lits­ins, seg­ir í sam­tali við NRK að eft­ir­lits­hóp­ur­inn hafi verið send­ur út af örk­inni þegar nokkr­ar til­kynn­ing­ar höfðu borist, hvort tveggja frá er­lend­um kaup­end­um og aðilum í Nor­egi, um að verið væri að senda ólög­leg­an lax úr landi.

Þar sem Ísra­els­markaður er norsk­um fiskiðnaði mikið fjör­egg – en þangað flýg­ur Boeing 747-flutn­inga­vél full af fiski tvisvar í viku – ákvað mat­væla­eft­ir­litið að senda mann­skap til Ísra­els í fyrra, raun­ar ekki vegna þess máls sem hér seg­ir af held­ur vegna fyr­ir­spurna frá ísra­elsk­um kaup­end­um um norsk­an fisk af vafa­söm­um gæðaflokki. …

Norska lag­met­is­ráðið bend­ir á að end­ur­send­ing fiskj­ar sé mál sem kaup­andi og selj­andi eigi sín á milli. „Al­mennt get­um við sagt að norsk­ur lax skipi mjög sterk­an sess. Hann er eft­ir­sótt vara á fjölda markaða, meðal ann­ars vegna gæða sinna,“ seg­ir Mart­in Skaug, upp­lýs­inga­full­trúi ráðsins, í tölvu­pósti til NRK. Seg­ir hann enn frem­ur að því geti til­felli á borð við þessi verið óheppi­leg og ráðið viti til þess að út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in geri allt sem í þeirra valdi standi til að fyr­ir­byggja.