Af útliti og einkennum að dæma er ekki vafi að þetta eru eldislaxar, segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun.

Og hvað er í húfi?

„Náttúrulega hagsmunir stofnsins sjálfs. Algjörlega og líffræðilegur fjölbreytileiki bara á Íslandi yfir höfuð,“ segir vísindamaðurinn.

Í umfjöllun RÚV var m.a. rædtt við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissviðs Hafrannsóknastofnunar.

„Eins og er að þá eru 29 fiskar komnir í greiningu og við vitum af einhverjum sem eru á leiðinni. Og það eru upplýsingar að koma til dæmis úr myndavélum og teljurum. Það voru fiskar að ganga í gegnum teljara bara í nótt,“ …

Meintir eldislaxar hafa fundist allt frá Laxá í Dölum, um suður- og norðurfirði Vestfjarða, víða í ám við Húnaflóa og einn í Hjaltadalsá austan megin í Skagafirði. Laxinn er einn af spretthörðustu fiskunum og getur hann komist langt á tiltölulega skömmum tíma. Reyndar er grunur um að lax sem veiddist í Ytri Rangá á Suðurlandi sé líka eldislax. Hafrannsóknastofnun fær hann í hendur á morgun.

Eru þetta eldislaxar? „Af útlitinu að dæma og einkennum þá held ég að það sé ekki nokkur vafi. Það á eftir að rekja upprunann hvaðan þeir komu nákvæmlega.“…

„Það eru náttúrulega miklir hagsmunir sem eru undir, þess vegna eru tilfinningarnar svona ríkar. Annars vegar hagsmunir eldismanna og þá náttúrulega ábyrgð þeirra líka. Auðvitað vill enginn missa sína fiska út úr kvíum.“

Hins vegar eru það laxveiðimenn og veiðiréttarhafar sem oft eru bændur.

„Og veiðihagsmunirnir eða tekjurnar af sölu veiðileyfa renna inn í dreifðar byggðir, sem er oft undirstaðan undir byggðum. Og svo náttúrulega hagsmunir stofnsins sjálfs? Algjörlega og líffræðilegur fjölbreytileiki bara á Íslandi yfir höfuð,“ segir Guðni Guðbergsson.