Við spyrjum einsog vinir okkar hjá NASF ef botn sem er þakinn hvítri bakteríuleðju fær fyrstu einkun úr innra eftirliti sjókvíaeldisins, hvað er þá að marka slíkt eftirlit?

Í greininni segir Elvar m.a.:

„Stuðningsmenn sjókvíaeldisiðnaðarins hafa í þessari viku fjallað um að Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) hafi logið til um ástand á hafsbotni undir sjókvíum í Dýrafirði. Viðtal við við NASF var sýnt nýverið á Hringbraut og í kjölfarið var birt grein um sama efni í Fréttablaðinu. Í svari talsmanna sjókvíaeldisiðnaðarins var skautað framhjá öllum aðalatriðum viðtalsins eins og nýlegu umhverfisslysi þar sem um 81.000 eldislaxar sluppu úr sjókví á Vestfjörðum. Einungis er fjallað um orð framkvæmdastjóra NASF um slæma stöðu hafsbotnsins undir kvíastæðinu Gemlufalli í Dýrafirði.

Í svari talsmanna sjókvíaeldisiðnarins hefur verið vísað í eftirlitsskýrslu þar sem hafsbotninn í Dýrafirði fær einkunina „1 – Very good“. Sú mæling sem vísað er í var tekin 07. júlí 2021 við umrætt kvíastæði, Gemlufall í Dýrafirði. … Hvít, slím­kennd motta liggur yfir botninum og ekki er hægt að sjá út frá þessu mynd­efni að þarna þrífist mikið líf. Málið vakti mikla at­hygli og rataði það að sjálf­sögðu inn á borð Um­hverfis­stofnunar. Þar, vegna ann­marka í laga­heimildum strandaði þetta mál. …

Spurningarnar sem vakna upp eru nokkrar.

Getur ein­hver innan sjó­kvía­eldis­iðnaðarins eða hjá þeim stofnunum og fyrir­tækjum sem sinna eftir­liti stað­fest að hafs­botninn sem sést á þessum myndum sé í topp­standi, eða „1 – Very good“?

Ef þessi hafs­botn er í lagi, hvernig er þá hafs­botn sem fær slæma ein­kunn?

Er ekki ein­kenni­legt að fyrir­tæki og stofnanir séu ekki með­vituð um hvernig hafs­botn lítur út áður en stór­fellt mengandi sjó­kvía­eldi hefst?

Er það ekki bogið að opin­berar eftir­lits­stofnanir hafa ekki heimild til þess að sinna eftir­liti með mengandi iðnaði af eigin frum­kvæði og sann­færingu ?

Er það ekki bogið að sjó­kvía­eldis­iðnaðurinn fái að hafa eftir­lit með sjálfum sér?

NASF kallar eftir stór­auknu ó­háðu eftir­liti með sjó­kvía­eldis­iðnaðinum og breyttum reglum og fjár­munum sem heimila rann­sóknir á at­riðum sem þessum en þær heimildir eru ekki að finna í lögum í dag.