Yfir helmingur eldislaxa og regnbogasilungs í sjókvíum er heyrnarlaus eða vanskapaður. Ástæðurnar eru sá aðbúnaður sem þeim er búinn en fyrst og fremst breytingar sem hafa verið gerðar á erfðagerð þeirra með “kynbótaræktun” til að hraða vexti þeirra. Á það við um báðar tegundir eldisfiskanna.

Vöxturinn hefur verið gerður svo hraður að beinabyggingin nær oft ekki að fylgja honum eftir með þeim afleiðingum að hryggur, hauskúpa og kjálki verður vansköpuð.

Norskur stangveiðimaður dró þennan lúsuga og skelfilega útlítandi regnbogasilung á land fyrr í mánuðinum, en hann hafði sloppið úr sjókvíaeldi við vesturströnd Noregs.

Hverslags fólk styður svona meðferð á dýrum?