Myndbandið sem hér fylgir var tekið upp í gær á bökkum Sunndalsánni í Trostansfirði, einum af suðurfjörðum Arnarfjarðar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sá sem tók myndbandi taldi fjóra laxa í þessum hyl, þar af einn með mörgum sárum. Miklar líkur eru því á að þetta sé sleppifiskur úr sjókvíaeldi sem er umfangsmikið í Arnarfirði.

MAST hefur verið gert viðvart. Beðið er svara þaðan.

Fleiri myndbönd hafa verið tekin undanfarna tvo daga sem sýna lax í ám sem renna í Arnarfjörð.