Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakar sex norsk laxeldisfyrirtæki um verðsamráð á árunum 2011 til 2019. Þar á meðal eru móðurfélög Arctic Fish og Arnarlax.

Árið 2023 greiddu fimm af þessum norsku fyrirtækjum 85 milljón dollara, eða sem samsvarar um 11,5 milljörðum íslenskra króna, til bandarískra kaupenda á sjávarafurðum vegna ólöglegs samráðs. Einnig greiddu þau háar bætur til kanadískra fyrirtækja af sömu sökum.

Þessi fyrirtæki láta sér því ekki nægja að níðast á umverfinu, lífríkinu og eigin eldisdýrum heldur níðast þau líka með grófum hætti á neytendum.

Í frétt RÚV segir m.a.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins grunar sex norsk laxeldisfyrirtæki um verðsamráð á árunum 2011 til 2019.

Sex fyrirtæki; Cermaq, Grieg Seafood, Bremnes, Leroy, Mowi og SalMar, eiga að hafa skipst á viðkvæmum upplýsingum um verð, magn og aðra þætti í framleiðslu sinni.

Framkvæmdastjórn ESB telur að verðsamráð hafi aðeins verið haft um verð á ferskum laxi en ekki frosinni afurð. Rannsakendur gerðu húsleitir á skrifstofum fyrirtækjanna í febrúar 2019.

Mowi á meðal annars stóran hlut í Arctic Fish, sem ræktað hefur lax í sjókvíaeldi hér á landi, og SalMar á stóran hlut í Arnarlax, sem stundað hefur sama rekstur.