Huggulegt, eða þannig.

Heimildin greinir frá því að móðurfélag Fiskeldis Austfjarða hafi selt skemmdan eldislax í neytendaumbúðir.

Í frétt Heimildarinnar kemur m.a. fram:

Í tilkynningu frá Måsøval til norsku kauphallarinnar í gær segir fyrirtækið um málið: „Rannsóknin sýnir í stuttu máli að PNS [Pure Norwegian Seafood] hefur í mörg ár látið viðskiptavini sína kaupa frosinn lax sem ekki er hæfur til manneldis samkvæmt skilningi norskra eftirlitsstofnana er ekki hæfur til manneldis. Um er að ræða fisk sem samkvæmt regluverki Noregs ætti að vera fargað eða ekki notaður til útflutnings.“

Tveimur starfsmönnum söluufyrirtækisins hefur verið vikið úr starfi vegna málsins.

Um 1 prósent af eldislaxinum
Starfsmaður norsku matvælastofnunarinnar segir um málið í viðtali við sjávarútvegsblaðið Intrafish: „Við lítum mjög alvarlega á málið þar sem rannsókn utanaðkomandi aðila, sem gerð var fyrir hönd Måsøval og Pure Norwegian Seafood sýnir að fyrirtækin hafa bæði flutt út fisk sem á ekki að fara til manneldis og skemmdan fisk. Bæði er skýrt brot á regluverkinu og á ekki að eiga sér stað.“

Málið uppgötvaðist í október og kom það inn á borð matvælastofnunar Noregs í nóvember. Rannsókn hefur leitt í ljós að fiskurinn sem var skemmdur var um 1 prósent af því magni eldislax sem Pure Norwegian Salmon hefur selt í gegnum árin. Í tilkynningunni til norsku kauphallarinnar er tekið fram að ekkert bendi til að eldislaxinn hafi haft slæmar afleiðingar á heilsu þeirra sem kunna að hafa borðað hann. Talið er að megnið af skemmda eldislaxinum hafi verið selt til Austur-Evrópu.

Í tilkynningunni til norsku kauphallarinna harmar Måsøval málið. „Fyrir Måsøval er þetta alvarleg mál sem veldur okkur vonbrigðum, bæði sem hluthafa og sölufyrirtækis.“ Fyrirtækið segist vera að skoða réttarstöðu sína í málinu og mögulegar skaðabótakröfur.