Pólski fjárfestirinn Jerzy Malek vill leysa út 20 milljón evrur, eða rúmlega milljarða íslenskra króna, fyrir hlut sem hann á í íslenska sjókvíaeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem jafnframt á Arctic Sea Farm. Sjá umfjöllun Salmon Business.

Eignarhaldsfélagið sem fer með hlut Maleks í Arctic Fish mun vera skráð á Kýpur, sem er þekkt aflandssvæði.

Eins og við sögðum frá í vikunni leiddi síðasta eftirlitsheimsókn Umhverfisstofnunar til sjókvíaeldissvæða Arctic Sea Farm í Dýrafirði í ljós fjölmörg brot á starfsleyfi fyrirtækisins. Of mikill lífmassi var í sjókvíunum, losun mengandi efna í sjó var umfram heimildir, sýnataka var ekki eins og sagt er til um í starfsleyfi og seiði höfðu verið sett út í netapoka sem eru húðaðir með koparoxíði, en sérstaklega er tiltekið í starfsleyfi að ekki megi nota þann búnað enda kopar eitraður málmur fyrir lífríkið og safnast upp í setlögum.

Skv. umfjöllun Salmon Business:

“On Thursday morning, it was announced that NRS’s subsidiary Arctic Fish was seeking EUR 60 million in a private placement, before listing by Oslo Stock Exchange. Shares worth EUR 20 million are being offered from the company Bremesco Holding.

Behind this company is the Polish entrepreneur Jerzy Malek, reports E24.

Malek became a wealthy man when he sold the world’s largest processing facility, Morpol, to his main customer Marine Harvest (now Mowi), just before Christmas in 2012.

With some of that money, he established a competitor for Morpol, namely Milarex. In 2017, Malek sold 75 per-cent of the shares in Milarex to the Norwegian private equity firm Summa Equity.

Norway Royal Salmon (NRS) entered the ownership side of Arctic Fish by buying half its shares for EUR 29 million in 2016. At the same time, NRS established a joint venture with Malek’s Bremesco and co-shareholder Novo.

Now the Polish financial celebrity is again ready to reap a bold salmon win.”