„Það er mik­ill áhugi á því að ala lax á landi. Verð á laxi hef­ur verið mjög hátt og eft­ir­spurn­in eykst stöðugt,“ seg­ir Jón­as Jónas­son, for­stjóri Stofn­fisks í þessari frétt sem birtist í Morgunblaðinu. Bendir Jónas á með því að fram­leiða lax­inn á staðnum spar­ist meðal annars flutn­ings­kostnaður.

Í fréttinni kemur líka fram að Stofn­fisk­ur sel­ur hrogn til nýrr­ar land­eld­is­stöðvar í Miami í Banda­ríkj­un­um og að stór land­eld­isverkefni eru farin af stað eða í undirbúningi í Póllandi, Sviss, Dan­mörku, Kína og Dubai. Þá segir að hrogn­in sem Stofn­fisk­ur fram­leiðir hér á landi geti í fyll­ingu tím­ast orðið að 500 þúsund tonn­um af laxi:

„Það er mik­ill áhugi á því að ala lax á landi. Verð á laxi hef­ur verið mjög hátt og eft­ir­spurn­in eykst stöðugt. Menn hafa verið að skoða þessa mögu­leika, sér­stak­lega þar sem langt er til fram­leiðslu­land­anna,“ seg­ir Jón­as Jónas­son, for­stjóri Stofn­fisks sem frá ár­inu 2015 hef­ur verið hluti af Bench­mark Genetics, alþjóðlegu rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði fisk­eld­is. Jón­as er jafn­framt fram­leiðslu­stjóri Bench­mark-sam­stæðunn­ar.

„Við erum að taka þátt í þess­um verk­efn­um víða um heim. Við erum með heil­brigðan stofn og höf­um leyfi til inn­flutn­ings hrogna í flest­um lönd­um heims,“ seg­ir Jón­as. Verið er að byggja upp áframeldi víða, til dæm­is í Banda­ríkj­un­um, Póllandi, Sviss, Dan­mörku, Kína og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.

Fyrsti áfangi stöðvar í Miami er 9 þúsund tonn en áform eru um allt að 90 þúsund tonna fram­leiðslu. Stofn­fisk­ur hef­ur selt mikið af laxa­hrogn­um þangað í eitt ár. Þau eru enn á seiðastigi og gert ráð fyr­ir að slátrun hefj­ist á næsta ári. Einnig sel­ur fyr­ir­tækið mikið til annarra fyr­ir­tækja sem eru að byggja upp land­eldi en þær stöðvar eru marg­ar að stefna að 5-10 þúsund tonna fram­leiðslu. Til sam­an­b­urðar má geta þess að hér á landi voru fram­leidd rúm 13 þúsund tonn í fyrra.