Norski fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt hefur flett ofan umfangsmiklu smygli Salmar, sem er móðurfélag Arnarlax, á eldislaxi til Kína. Þar kemur meðal annars fram að norsk stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um þessi lögbrot og ákveðið að líta fram hjá þeim.

Stjórnmálafólk og eftirlitsstofnanir eru víða furðu meðvirkar með þessum skaðlega iðnaði, sem reyndar alls staðar beitir svipuðum aðferðum þar sem hann kemur sér fyrir: Vefur sig inn í pólitíkina með því að ráða í vinnu starfandi stjórnmálamenn eða fólk sem er nýhætt í stjórnmálum. Hér á landi starfa meðal annars fyrir þennan iðnað:

fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis,

forseti bæjarstjórnar Ísafjarðabæjar,

forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur,

forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar,

formaður fjáröflunarráðs Sjálfstæðisflokksins

Þetta er ekki tæmandi listi.