Ekkert kemur á óvart að forstjóri Laxa kalli eftir sérmeðferð frá sjávarútvegsráðherra. Síðast endaði sambærilegt ákall frá sjókvíaeldisiðnaðinum með því að Eftirlitsstofnun EFTA sagði að beitt hefði verið ólögmætum ákvæðum í íslenskum lögum til að koma í veg fyrir að farið væri eftir niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Skv. frétt Stundarinnar:

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra getur veitt laxeldisfyrirtæki Löxum ehf. tímabundið starfsleyfi til að stunda 10 þúsund tonna laxeldi í Reyðarfirði þrátt fyrir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi afturkallað starfsleysi fyrirtækisins fyri helgi.

Þetta segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, í samtali við Stundina. Jens Garðar er fyrrverandi stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). „Ráðherra hefur heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi en við erum nú ekki komin svo langt. Þetta gerðist nú bara á föstudaginn. Við erum bara að skoða tímalínur hjá okkur og hverng þetta leggst,“ segir Jens Garðar. Hann segir að hann hafi ekki rætt málið við Kristján Þór Júlíusson sjávartúvegsráðherra að svo stöddu.