Samkvæmt nýrri frétt frá norska vísindaráðinu eru um 80 prósent sjóbirtingsstofna landsins í slæmu ástandi. Meginorsökin fyrir þessari grafalvarlegu stöðu er laxalúsin en helsta uppspretta hennar við eru sjókvíar þar sem lax er alinn.

Lúsin leggst enn þyngra á sjóbirtingsstofna en á villta laxinn. Ástæðan er einfaldlega sú að þessir villtu stofnar eyða meiri tíma í sjó nálægt ströndinni en villti laxinn. Hann syndir hraðar upp í árnar þegar hann kemur að landi en þessir stofnar. Fyrir vikið eru þeir undir stöðugri árás lúsafársins sem ríkir í sjókvíaeldinu.

Þessar fréttir frá Noregi passa fyllilega saman við rannsóknir hér við land. Þær sýna að lúsasmit hefur aukist á viltum laxfiskum á Vestfjörðum, fyrst og fremst í þeim fjörðum þar sem sjókviaeldið er stundað.

Þetta er verulegt áhyggjuefni.