Umbúðir utan um lax úr landeldi eru iðulega vel upprunamerktar. Sjá til dæmis meðfylgjandi ljósmyndir.

Framleiðendur sjókvíaeldislax vilja aftur á móti ekki merkja vöru sína sem slíka, sem er ekki furða því þessi iðnaður skaðar umhverfið, lífríkið og fer skammarlega með eldisdýrin.

Lax úr sjókvíaeldi á ekkert erindi í kæliborð stórmarkaða og fiskverslana, á matseðil veitingahúsa eða matarborð neytenda

sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að sjálfbærni.

Sjókvíeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Tökum sjókvíaeldislax alfarið af matseðlinum!