Smám saman er að renna upp ljós hjá þeim sem því miður settu alltof lausan ramma utanum sjókvíaeldi hér við land:

„Sá áfram­hald­andi vöxt­ur sem orðið get­ur í fisk­eldi hér­lend­is má ekki verða á kostnað um­hverf­is­ins. Um­hverfið sjálft er helsta markaðstæki­færið,“ segir í skýrslu sem var unnin fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og birt í síðustu viku.

Skilyrðin fyrir eldi á fiski eru skýr að mati okkar hjá IWF:

1) Eldið má ekki skaða umhverfið né lífríkið með erfðablöndun, sníkjudýrum eða sjúkdómum.

2) Starfsemin má ekki losa óhreinsað skólp í umhverfi sitt.

3) Meðferð eldisdýranna skal vera mannúðleg.

Frétt Morgunblaðsins af skýrslunni:

Skýrsl­an var unn­in af Sjáv­ar­klasa Íslands fyr­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og var birt í gær­kvöldi. „Það er fylli­lega tíma­bært að menn fari að tak­ast á við það að reyna að spá aðeins í það hvernig þess­ari at­vinnu­grein muni reiða af og hvernig við get­um styrkt und­ir­stöður und­ir það að stunda þetta á sem ábyrg­ast­an hátt,“ seg­ir hann.

Kynnt­ar eru þrjár ólík­ar sviðsmynd­ir í skýrsl­unni fyr­ir framtíðarþróun fisk­eld­is hér á landi til árs­ins 2030 og eru for­send­ur hraðvaxt­ar­skeiðs fisk­eld­is­ins tald­ar vera ný tækni með lokaðar sjókví­ar og/​eða ófrjó­an fisk og að fyr­ir­tæki hafi náð tök­um á út­hafseldi. Er talið að lokaðar kví­ar opni á ný nýt­ing­ar­svæði við Norður- og Vest­ur­land en út­hafseldi á Suður­landi. Ekki er gert ráð fyr­ir að opnað verði fyr­ir sjókvía­eldi á þeim svæðum sem eru utan gild­andi burðarþols­mats, út­skýr­ir Árni.