Þessi ábyrga þróun heldur áfram víða um heim. Í landeldi er afrennslið rækilega hreinsað. Í sjókvíeldinu fer mengunin beint í sjóinn: skíturinn, fóðurafgangar, lyf, kopar og annar óþverri sem kemur frá þessum skaðlega iðnaði.

Þar að auki berast úr sjókvíunum sníkjudýr, sjúkdómar og sleppifiskar sem valda erfðablöndun við viðkvæma villta laxastofna.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Í þessari frétt Intrafish (áskriftar krafist) er fjallað um nýtt stórverkefni í Suður Kóreu: Byggingu á 154 milljón dollara laxeldisstöð byrjar innan skamms.