Við minnum á opna kynningu á nýrri bók um sögu sjókvíaeldis í kvöld á Hótel Hilton Nordica. Bókin er eftir tvo norska rannsóknarblaðamenn og mun annar þeirra, Simen Sætre, lesa upp kafla úr henni og taka þátt í pallborðsumræðum undir stjórn Tómasar Guðbjartssonar læknis, náttúruverndarssinna og Vestfirðings. Aðrir þátttakendur eru Benedikta Guðrún Svavarsdóttir frá Seyðisfirði, Guðni Guðbergsson frá Hafrannsóknastofnun og Jón Kaldal frá IWF.

SFS var boðið að senda fulltrúa en samtökin sáu sér ekki fært að þiggja boðið.

Patagonia er útgefandi bókarinnar en fyrirtækið bauð hópi evrópsks fjölmiðlafólks til landsins í tilefni af útgáfunni. Hópurinn lenti óvænt í miðjum þeim hildarleik sem nú stendur yfir í íslenskum ám vegna sleppifisks úr sjókvíum Arctic Fish.

Vísir fjallaði um útkomu bókarinnar.