Jón Kaldal félagi í IWF svarar í Fréttablaðinu furðulegri grein Jens Garðars Helgasonar, stjórnarformanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS ) og framkvæmdastjóra sjókvíaeldisfyrirtækisins Laxa, sem vill horfa til afdrifa háhyrningsins Keiko þegar kemur að verndun villtra laxastofna Íslands.

Í greininni bendir Jón á niðurstöður norskra og íslenskra vísindamanna um ógn sjókvíaeldis á villta laxastofna.

„Það er ekki traustvekjandi að helsti talsmaður sjávarútvegs á Íslandi kjósi að loka augunum fyrir svo sterkum varnaðarorðum íslenskra og erlendra vísindamanna. Ef viðkomandi er hins vegar í vinnu við hagsmunagæslu fyrir norska sjókvíaeldisrisa, þá eru því miður aðrir hagsmunir í húfi fyrir þá en vernd íslenskrar náttúru og lífríkis,“ skrifar Jón.