Rétt einsog hér á Íslandi er nú mikil umræða í Noregi um hrikalegan dýravelferðarvanda sjókvíaeldisins. Þar drápust fyrra í sjókvíum 16,1% eldislaxa sem fyrtækin settu í netapokana. Hefur dauðinn aldrei verið meiri í sögu sjókvíaeldis við Noreg, hvorki hlutfallslega né í fjölda eldisdýra (57 milljónir laxa) sem ekki þoldu þann aðbúnað sem fyrirtækin buðu þeim uppá. Þykir ástandið algjörlega óviðunandi.

Hér við land var dauðinn í sjókvíunum í fyrra enn þá meiri hlutfallslega en í Noregi og ljóst er að ástandið verður síðan en verra á þessu ári.
Við mælum eindregið með greininni sem hér fylgir. Þar er farið á vandaðan hátt yfir þessa ömurlegu stöðu.

Laxalúsin er eldislöxunum verst. Ekki aðeins áverkarnir sem hún veldur heldur líka viðbrögð iðnaðarins við henni. Eiturefni og lyf er nánast hætt að virka. Þeirra í stað hafa fyrirtækin byrjað að pumpa eldislöxunum upp úr sjókvíunum og renna þeim í gegnum nokkurs konar þvottastöðvar þar sem þeir eru spúlaðir með heitu vatni og burstaðir til að losa lýsnar af þeim.

Í greininni er því lýst hvernig þessar aðfarir valda eldislöxunum gríðarlegri þjáningu og streitu, og dregur á endanum stóran hluta þeirra til dauða.

Sjókvíeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Pössum að hafa hvorki reyktan né grafinn lax úr sjókvíum á borðum um hátíðarnar!

Við mælum eindregið með umfjöllun In the Loop