Við hjá IWF þökkum Íslensku fluguveiðisýningunni fyrir frábæran stuðning í baráttunni fyrir vernd náttúrunnar og lífríkisins!
Það er ómetanlegt að finna fyrir hversu mörg við erum sem brennum fyrir þennan málstað. Vísir:

“Íslenska fluguveiðisýningin safnaði tæplega 900.000 kr. árið 2019 og mun þeim fjármunum verða varið i þágu meginmarkmiðs stofnunarinnar, sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er að því að næsta sýning verði haldin í mars 2020.

Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar hefur ákveðið að útdeila 600.000 kr. af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýningunni árið 2019 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin.”

IWF fékk 200.000 króna styrk ásamt NASF og Laxfiskar ehf. Um ákvörðunina um styrkveitingu til IWF segir Íslenska Fluguveiðisýningin: “Icelandic Wildlife Fund hefur verið mjög áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu. Þar ber helst að nefna mikil og áberandi miðlun upplýsinga til almennings og gerð kynningarefnis um skaðsemi sjókvíaeldis.”