Hagur Stöðvarfjörðar er ekki að fá sjókvíaeldi í fjörðinn. Verðmætið eru ósnert náttúra og áframhaldandi uppygging í ferðaþjónustu sagði Una Sigurðardóttir og Björgvin Valur Guðmundsson benti á skaðleg áhrif á lífríkið í samtali við Gulla Helga og Heimi á Bylgjunni í morgun.

„Við sem íbúar Fjarðarbyggðar og íbúar á Stöðvarfirði sitjum uppi með skítinn, mengunina, sjónrænu mengunina og að þetta hefur neikvæð áhrif á uppbyggingu á okkar stað. Útsvarið af þessum nokkrum störfum skilar sér til sveitarfélagsins hér, en meirihlutinn af tekjunum verður til í öðru sveitarfélagi, Múlaþingi,“ sagði Una.