Íslensk yfirvöld hafa haldið grátlega illa á öllu því sem viðkemur sjókvíaeldi hér við land. Ekki aðeins hafa þau látið hag lífríkisins og náttúrunnar mæra afgangi heldur líka hleypt þessum norsku mengandi stóriðjufyrirtækjum ofan í firði i eigu þjóðarinnar fyrir nánast ekki neitt.

Í Noregi hafa stjórnvöld hins vegar kosið að fara aðra leið. Þar greiða laxeldisfyrirtækin 40% auðlindaskatt.

Í umfjöllun Stundarinnar kemur meðal annars fram:

“Með nýj­um auð­linda­skatti í Nor­egi þurfa lax­eld­is­fyr­ir­tæki að greiða 40 pró­senta skatt til rík­is­ins. Skatta­pró­senta grein­ar­inn­ar verð­ur því 62 pró­sent. Eng­inn slík­ur sam­bæri­leg­ur auð­linda­skatt­ur er hér á Ís­landi auk þess sem lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in greiða ekki fyr­ir lax­eldisk­vóta sína til ís­lenska rík­is­ins.

…Eins og Stundin greindi frá árið 2020 þá hefðu norsku laxeldisfyrirtækin þurft að greiða um 169  milljarða króna í Noregi fyrir þau 65 þúsund tonna framleiðsluleyfi sem þau höfðu yfir að ráða þá hér á landi. Þetta er reiknað út frá meðalverði á laxeldiskvóta í síðasta uppboði sem norska ríkið stóð fyrir á slíkum kvótum árið 2018. …

Umræðan um þessa auknu skattlagningu á laxeldisiðnaðinn í Noregi hefur verið mikil síðustu daga í norskum fjölmiðlum. Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv hefur fjallað talsvert um hana. Í grein í blaðinu í fyrradag sagði stjórnmálaskýrandinn Fritjof Jacobsen að þrátt fyrir þessa auknu skattbyrðar myndu eigendur laxeldisfyrirtækjanna þó hafa „ráð á að kaupa sér Kleenex“ til að þerra tár sín yfir henni.

Jacobsen sagði samt, og tók þá inn byggðasjónarmið á landsbyggðinni í Noregi, að skattlagning gæti  haft slæm áhrif á hinar dreifðu byggðir þar í landi. Jacobsen sagði: „Noregur á nokkra vellauðuga viðskiptamenn í laxeldisiðnaðinum sem hafa byggt upp talsvert ríkidæmi vegna aðgangs þeirra að norskum fjörðum. Að þessir aðilar eigi að borga meira til samfélagsins í gegnum skattkerfið er gáfulegt. En laxeldisiðnaðurinn er á sama tíma mikilvægur iðnaður fyrir margar byggðir við strendur Noregs og skap laxeldisrisarnir störf, hagvöxt og borga skatta til nærsamfélagsins.“