Síðast þegar við vissum innihélt íslenska fæðubótarefnið Unbroken prótein sem unnið var úr norskum eldislaxi frá stærsta sjókvíaeldisframleiðanda heims Mowi. Það fyrirtæki er með sektarslóð á eftir sér nánast alls staðar þar sem það starfar.

Eldislaxinn í sjókvíunum er alinn meðal annars á sojabaunum og litarefnum til að holdið verði bleikt. Ekki er langt um liðið frá því að Mowi þurfti að fjarlægja orðin „sjálfbær“ og „umhverfisvænn“ af umbúðum eldislax sem seldur er í Bandaríkjunum og borga háa sekt til að forða sér frá dómsmáli. Málið var höfðað á hendur Mowi á þeim grundvelli að fyrrnefndar merkingar væru „falskar, misvísandi og blekkjandi“.

Við hvetjum ykkur til að spyrja framleiðendur Unbroken hvaðan laxinn kemur sem er í vöru þeirra.