Þessar myndir voru teknar í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í gær.

Þeir rata nú víða miðarnir með þessari mikilvægu spurningu: Hvaðan kemur þessi lax?

Munum að spyrja alltaf!

Sjókvíaeldi á laxi skaðar umhverfið og lífríkið og fer ömurlega með eldisdýrin. Við höfum áhrif með því að kaupa ekki slíka vöru.

Og haldið áfram að senda okkur myndir þegar þið rekist á umbúðir með þessum miðum. Við viljum upprunamerkingar á eldislax.