Hér koma myndir sem voru teknar í Hagkaup og Bónus á Akureyri. Spurningin er mikilvæg: Hvaðan er þessi lax?

Af hverju þora framleiðendur og dreifingaraðilar á sjókvíaeldislaxi ekki að upprunamerkja þessa vöru sína? Við hvað eru þeir feimnir?

Við skiljum reyndar vel að þeir skammist sín fyrir þessa framleiðsluaðferð sem skaðar umhverfið og lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin.

Takk fyrir að senda okkur myndir þegar þið rekist á umbúðir með þessum miðum. Við viljum upprunamerkingar á eldislax.

Og munum að spyrja alltaf. Hvaðan er þessi lax?