Mikilvægur málarekstur sem BB segir hér frá.

,,Hótel Látrabjarg ehf í Örlygshöfn og eigendur þess, þau Karl Eggertsson og Sigríður Huld Garðarsdóttir í Reykjavík hafa stefnt Arnarlaxi, Arctic Sea Farm og Matvælastofnun fyrir dóm og krefjast þess að rekstrarleyfi eldisfyrirtækjanna fyrir sjókvíaeldi í Tálknafirði og Patreksfirði, sem Matvælastofnun gaf út í ágúst í fyrra, verði felld úr gildi.
Hagsmunum kærerenda er svo lýst að Hótel Látrabjarg byggi starfsemi sína á fegurð óspilltrar náttúru og fuglalífi sem gestir hótelsins njóti. Rekstur fiskeldisstöðva í firðinum skammt frá hótelinu raski lögvörðum hagsmunum eiganda til þess að stunda atvinnurekstur sinn, njóta arðs af fjárfestingum og hagnýta sér viðskiptavild sína.”

Merkilegt að BB kýs að nefna að eigendur hótelsins eru búsettir í Reykjavík. Miðillinn lætur þess hins vegar ekki getið að stjórnarformaður Arnarlax og hluthafi, Kjartan Ólafsson, er búsettur í Garðabæ og eigendur að um 95% hlut í félaginu eru ekki búsettir á Íslandi.

BB nefnir ekki heldur að framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, Sigurður Pétursson, er líka búsettur á höfuðborgarsvæðinu og eigendur félagsins nánast að öllu leyti erlendir og eru þar á meðal skráðir á Kýpur, sem hefur lengi verið þekkt sem ein helsta skattaparadís Evrópu.