Við mælum með þessari grein Tómasar Guðbjartssonar og Ólafs Más Björnssonar í Fréttablaðinu:

„En það eru svört ský sem ógna Svart­á og um­hverfi hennar. Svart­ár­virkjun er á teikni­borðinu en með því að stífla ána verður upp­eldis­stöðvum ein­staks stofns urriða rústað og til­vist hús­andar­stofnsins í ánni ógnað. Auk þess munu virkjana­mann­virki minnka að­dráttar­afl göngu­leiða. Þetta er ekki fyrsta að­förin að þessum fal­legu ám því á áttunda ára­tugnum stóð til að veita þeim með skurðum í Mý­vatn sem nýta átti sem miðlunar­lón fyrir virkjanir í Laxá. Fyrir frækna bar­áttu þing­eyskra bænda voru þau á­form stöðvuð og stífla í ofan­verðri Laxá sprengd í skjóli nætur. Í dag þætti al­gjör firra að breyta Mý­vatni í miðlunar­lón, enda náttúru­perla á heims­mæli­kvarða. Enn er hægt að bjarga Svart­á frá fall­öxi virkjunar, enda ó­skyn­sam­legt að kveikja í tunnu fullri af svörtu gulli – og það þegar of­gnótt er af raf­magni.“