Mat­væla­stofn­un rann­sak­ar nú hvort Arctic Fish hafi brot­ið gegn skil­yrði í starfs­leyfi með því að við­hafa ekki ljós­a­stýr­ingu í lax­eldisk­ví sinni.

Svo virðist sem allt sé gert illa hjá þessu fyrirtæki. Arctic Fúsk. Allavegana 3.500 fiskar sluppu úr kvínni.

Heimildin ræddi m.a. við Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun:

„Við erum að rannsaka málið en það er svolítið erfitt að tjá sig um þetta á þessari stundu. Þetta er spurning um hvort ljósastýring hafi ekki verið viðhöfð seinni veturinn sem fiskurinn var alinn. Það er skilyrði í rekstrarleyfi að þeir eigi að viðhafa ljósastýringu frá 20. september til 20. mars,“ segir Karl Steinar.

Tekið skal fram að slíkt brot á ákvæðum rekstrarleyfis er hins vegar ekki brot á lögum um fiskeldi.“