Á átta dög­um hafa hátt í þrjá­tíu eld­islaxar verið háfaðir úr laxastig­an­um í Blöndu. Þetta er eini staður á Norð-Vest­ur­landi þar sem hægt er að stöðva þessa fiska og ná þeim. Annars staðar hafa þeir vaðið óhindrað upp á árnar.

Myndbandið sem fylgir þessari frétt er frá vettvangi.

Enginn vafi er á því að þeir laxar sem hafa náðst eru bara toppurinn á ísjakanum. Allar ár við Húnaflóa eru fullar af eldislaxi. Þetta eru manngerðar hörmungar sem voru þó algjörlega fyrirsjáanlegar.

Morgunblaðið fjallaði um málið:

„Tveir dag­ar voru liðnir frá því að menn á veg­um veiðifé­lags­ins höfðu kannað stöðuna. Guðmund­ur fór með háfinn út í og strax var ljóst að lax var í hólf­inu. Sam­tals háfuðu Guðmund­ur og Jakob Þór Guðmunds­son pabbi hans sjö fiska úr telj­ara­hólf­inu, eins og meðfylgj­andi mynd­bönd sýna. Þeir nutu aðstoðar Hild­ar Krist­ín­ar við verkið.

Þegar Sporðaköst yf­ir­gáfu vett­vang­inn voru sjö eld­is­fisk­ar komn­ir á land. Síðar fór Guðmund­ur Hauk­ur neðar í stig­ann og náði þá tveim­ur til viðbót­ar. Þess­ir fisk­ar voru grá­lúsug­ir og var sum lús­in með hala þannig að þeir voru ný­komn­ir úr sjó.

Frétt­ir af eld­is­fisk­um hrúg­ast inn. Tveir veidd­ust í Hús­eyj­arkvísl í gær. Fjór­ir ný­leg­ir stór­lax­ar sáust í Flekku­dalsá. Bæði í Miðfjarðará og Vatns­dalsá veidd­ust svona fisk­ar í gær. Þá kom einn á land í Búðar­dalsá.

Það er ógern­ing­ur að vita hversu marg­ir lax­ar eru þegar gengn­ir í laxveiðiárn­ar og enn síður hægt að meta hvað er í haf­inu fyr­ir utan Vest­an­vert landið.

Við opnuðum hæng og hrygnu á staðnum og í hrygn­unni voru hrogn og í hængn­um svil. Það er eina sem þarf til að skapa næstu kyn­slóð, hvort sem hún verður norsk, eða norsk–ís­lensk. Þess­ir fisk­ar eru á leið í ferskvatn til að skila af sér af­kvæm­um.“