Finnst ykkur, lesendur góðir, það stjórnmálafólk trúverðugt sem segir að því sé annt um náttúru og lífríki Íslands, um leið og það greiðir götu þessa skelfilega iðnaðar?

Frétt RÚV:

„Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa Fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði en gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíarinnar í dag. Veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í fyrsta sinn hér á landi í löxum hjá þessu sama fiskeldisfyrirtæki í nóvember í fyrra.

68 þúsund fiskar, samtals um 140 tonn, sem voru í kvínni þar sem veiran greindist voru svæfðir en landssamband veiðifélaga kallaði eftir því að öllum laxi í firðinum yrði slátrað.“