Þróunin og nýsköpunin í laxeldi er feikilega hröð, eins og fjallað er um í þessari frétt Salmon Business. Markmiðið er alltaf það sama, að lágmarka eins og unnt er skaðleg áhrif á umhverfið og lífríkið samhliða því að bæta velferð eldisdýranna með því að einangra þau frá laxalús, þörungum, marglyttum og öðrum utanaðkomandi háska. Kínverskt fyrirtæki mun í vor slátra upp úr fyrstu risa úthafssjókvínni sem það sjósetti 2018. Þetta er gríðarlegt mannvirki, 35 metrar að hæð eða áliíka og ellefu hæða bygging, einsog kemur fram í meðfylgjandi frétt og er staðasett um 220 km frá ströndu. Önnur sjókví byggð á sömu tækni nema þrisvar sinnum stærri verður sett í sjó við Kína á þessu ári.

SalMar, móðurfélag Arnarlax og eitt stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki heims, hefur líka setta háar fjárhæðir í þróun á sambærilegum úthafskvíum.

Þessi tækni ásamt landeldisstöðvum, sem eru risnar eða eru í byggingu, mun breyta markaðinum með eldislax varanlega á næstu tíu árum. Sagan hefur kennt okkur að innkoma Kínverja getur sérstaklega haft miklar afleiðingar fyrir aðra framleiðendur.

Í því samhengi er fróðlegt að skoða þróunina á markaði fyrir ál. Þegar Fjarðaál við Reyðarfjörð, langstærsta álver Íslands, var opnað 2007 var heildarframleiðsla áls í heiminum 38,132 milljón tonn. Þar af var hlutur álvera í Vestur-Evrópu 4,305 milljón tonn og í Norður Ameríku 4,139 milljón tonn, en framleiðslugeta Fjarðaráls er allt að 360 þúsund tonnum á ári.

Kína var á þessum tíma bara með brot af álmarkaðinum en staðan er heldur betur breytt núna. Árið 2019 nam framleiðsla Kína 38,875 milljónum tonna, eða meira en samanlögð heimsframleiðslan 2007. Afleiðingarnar á framleiðendur annars staðar hafa verið gríðarlegar því álfamleiðsla hefur dregist saman frá 2007 í Norður-Ameríku, Vestur-Evrópu, Austur- og Mið-Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og Asíu utan Kína og Eyjaálfu. Sem sagt, nánast alls staðar nema á Íslandi og í Kína.

Þau samfélög sem veðjuðu á álgeirinn myndi færa þeim störf til langrar framtíðar hafa heldur betur tapað á því. Fjölmargar vísbendingar má sjá nú þegar um að sama þróun er hafin í laxeldi.

Upcoming milestone for China’s first open ocean offshore fish farm.

In 2018 China’s first deep-sea fish farming facility “Deep Blue 1”, was successfully launched by Wuchang Shipbuilding Industry Group. The tower is 35 meters high, as tall as a 11-story building.

The Chinese publication Bandao reports that nearly 200,000 salmon in “Deep Blue No. 1’s” cages will “be served on citizens’ tables”, ie. harvested and processed in May.

The site is 120 nautical miles away from Dongjiakou Port, in an area called the Qingdao National Deep Sea Green Aquaculture Experimental Zone. The project is a collaboration between the company Rizhao Wanzefeng Fishery and China Ocean University.

Its successor “Deep Blue 2” has plans to have its main structure completed by the end of this year. It is three times larger than “Deep Blue 1”, and can hold up to 420,000 salmon.

Additional information in the publication mentioned that in addition to the cages, the pilot area is also refitting a wellboat.

Bandao wrote that a work vessel, with a displacement of 3,500 tonnes, has entered the stage of substantial modification for open ocean aquaculture services is expected to be completed by the end of April. When completed, it will have a marine crane, processing production line and seawater slurry system onboard.

In 2019, 200,000 salmon (2kg) were removed for repairs. At the time, the salmon farm was taken back into maintenance so that its owners could learn more from the production process, the head of the planning department of Rizhao Wanzefeng Fishery, Dong Wei told SalmonBusiness.

In February, SalmonBusiness reported that Salmar is not only considering just Norway with its serial production of ocean rigs, but also on both the east and west coasts of the United States.”