Að mati Hafrannsóknastofnunar er áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi enda er efnið þungmálmur og baneitrað ýmsum lífverum sjávar. Þetta kemur og meira kemur fram í vandaðri fréttaskýringu sem var að birtast í Kjarnanum.

Skipu­lags­stofnun hefur nú ákveðið að sjókvíaeldisfyr­ir­tækið Arctic Sea Farm þarf að láta meta umhverf­is­á­hrif áætlana um að nota kopar í ásætu­vörnum á eld­is­svæðum í Arn­ar­firði.

Þetta er athyglisvert því Umhverf­is­stofn­un, Ísa­fjarð­ar­bær og Vest­ur­byggð töldu ekki þörf á slíku mati sem er með miklum ólíkindum.

Við hjá IWF gerðum harðorða athugasemd við þessi áform Arctic Sea Farm, rétt einsog Hafrannsóknastofnun. Við fögnum því að Skipulagsstofnun hefur nú gripið í taumana.

Í umfjöllun Kjarnans segir:

„Skipu­lags­stofnun hefur ákveðið að lax­eld­is­fyr­ir­tækið Arctic Sea Farm, þurfi að láta meta umhverf­is­á­hrif áforma sinna um að nota kopar í svoköll­uðum ásætu­vörnum á eld­is­svæðum í Arn­ar­firði.

Umhverf­is­stofn­un, Ísa­fjarð­ar­bær og Vest­ur­byggð töldu ekki þörf á slíku mati en Haf­rann­sókn­ar­stofnun mælti ein­dregið með því enda kopar eitr­aður málmur sem safn­ast upp í umhverf­inu og getur haft skað­leg áhrif á líf­ríki. Stofn­unin benti m.a. á umsögn sinni um málið að erlendis hefur notkun ásætu­varna með kop­aroxíði víða verið hætt. Í umsögn­inni er enn­fremur rifjað upp að Arctic Sea Farm hafi um tíma notað slíkar varnir hér á landi í leyf­is­leysi.

Ásætur eru þær líf­verur kall­aðar sem safn­ast upp á hlutum í haf­inu, s.s. á eld­iskví­um. Um er m.a. að ræða ýmsa þör­unga og hrygg­leys­ingja. Kopar drepur dýr og þör­unga og virkar þess vegna sem ásætu­vörn. Hafró segir að allt bendi til þess að kopar sé skað­legur umhverf­inu og segir að um það hafi verið fjallað í mörgum rann­sókn­um. Ásætu­varnir hafa ekki aðeins áhrif á þær líf­verur sem stefnt er að því að verj­ast. Þannig hafi rann­sóknir sýnt að á svæðum í kringum kop­arkvíar hafa líf­ver­ur, til dæmis humrar og ígul­ker, safnað þung­málm­inum í vefi sína.“