Fréttir
Lagareldisfrumvarpið gerir ekkert til að hefta mengunina sem streymir frá sjókvíunum
Lagareldisfrumvarp VG setur engar hömlur við menguninni sem sjókvíaeldisfyrirtækin láta streyma úr kvíunum. Þar er í eitruðum kokteil fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast, skordýraeitur og lyf auk þungmálmsins kopars. Lagareldisfrumvarp VG heimilar...
Laxadaðinn fyrstu þrjá mánuði ársins kominn í um 1,3 milljónir fiska
Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa sjókvíaeldisfyrirtækin nú látið um 1,3 milljónir eldislaxa drepast í sjókvíunum hjá sér. Það er á við rúmlega sextánfaldan fjölda villta laxastofnsins. Ef frumvarp VG verður að lögum munu fyrirtækin geta komist upp með það árum...
Nýr formaður VG talar núna um að „koma böndum á sjókvíaeldi“
Nú vill formaður VG, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, „koma böndum á sjókvíaeldi“ sem hann sagði á Alþingi í dag hafa vaxið allt of hratt við Ísland án þess að lagarammi eða eftirlit hafi fylgt með. Guðmundur Ingi virðist vera búinn að steingleyma að...
Guðrún á Glitstöðum gagnrýnir frumvarp um lagareldi
Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi og fjölskylda hennar á Glitstöðum í Borgarfirði er ein af mörg hundruð bændafjölskyldum sem hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna sjókvíaeldis á laxi. Frumvarp ráðherra VG, sem nú er hart tekist á um á Alþingi, mun skaða hagsmuni þessara...
„Óbærileg léttúð VG“ – grein Jakobs Frímanns Magnússonar
„Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn.“ Jakob Frímann Magnússon hittir naglann á höfuðið í...
Undirskriftasöfnun gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi
Hér er komin undirskriftasöfnun þar sem er skorað á Alþingi að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með...
Nýtt snýkjudýr í þorski finnst í Noregi: Vel þekkt í sjókvíum norska laxeldisrisans Mowi í Kanada
Sníkjudýrið kudoa hefur fundist i fyrsta skipti í þorski við Noreg. Sníkjudýrið gæti orðið að meiri háttar vandamáli nái það útbreiðslu meðfram strandlengjunni segir í meðfylgjandi frétt. Mowi, móðurfélag Arctic Fish á Vestfjörðum, hefur glímt við þetta skæða kvikindi...
Landvernd leggst gegn lögum um lagareldi
Landvernd er hluti af þeirri breiðfylkingu sem vill stöðva þegar í stað lagaáform ríkisstjórnarinnar um sjókvíaeldi. RÚV ræddi við Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar: „Mín afstaða er sú að þetta frumvarp bara má ekki verða að lögum,“ segir Björg...
„Ótímabundin leyfi, ótímabundið náttúruníð“ – grein Elvars Arnar Friðrikssonar
„Það er algjörlega galin hugmynd að gefa mengandi fyrirtækjum sem þegar hafa valdið miklum skaða á vistkerfi landsins og 70% þjóðarinnar er á móti, ótímabundin afnot af náttúru okkar allra,“ skrifar Elvar Örn Friðriksson frá Verndarsjóði villtra laxastofna. Við hjá...
Frumvarp til laga um lagareldi eru fullkomin svik
„Okkur finnst þetta frumvarp vera fullkomin svik við það sem var kynnt síðastliðið haust um áform um sjókvíaeldi og breytt lagaumhverfi þar. Með svona vini þarf íslensk náttúra ekki óvini. Þarna skortir algjörlega lágmarksviðurlög við þeim skaða sem sjókvíaeldi á laxi...
„Norskur skammtímagróði“ – grein Gunnlaugs Stefánssonar
„Opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því,“ skrifar...
„Dýravelferðarmartröð af áður óþekktri stærð“ – grein Benediktu Svavarsdóttur
Þessari grein Benediktu þarf að dreifa sem víðastt. „Í fyrra létu sjókvíaeldisfyrirtækin 4,5 milljónir eldisdýra drepast í sjókvíunum. Það eru 56 sinnum fleiri eldislaxar en samanlagður fjöldi villtra laxa sem gengur í ár á landinu. Og þessir eldislaxar kveljast þar...