Fréttir
„Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni“ – grein eftir hóp fólks sem starfar við BIODICE
Við hjá IWF tökum heilshugar undir þessi orð: „Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu...
„Sjókvíafúskið mikla“ myndasaga eftir Rán Flygenring
Rán Flygenring fer hér yfir stöðu sjókvíaeldis á laxi í teikningum á sinn einstaka hátt. Við þurfum að dreifa myndasögu Ránar einsog vindurinn þannig að sem flestir af vinum okkar geti skoðað hana. Hjálpumst að við það verkefni! Myndasagan birtist á...
„Olía á eld átaka“ – grein eftir stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins hvetur matvælaráðherra til að draga lagareldisfrumvarpið til baka. „69 prósent þjóðarinnar eru andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við...
Arnarlax þegir um ástæður gríðarlegs laxadauða þrátt fyrir að hafa áður lofað að upplýsa um þær
Gríðarlegur dauði hefur verið í sjókvíum Arnarlax fyrstu mánuði ársins. Ástæðurnar eru skæð vetrarsár sem leika eldislaxana hrikalega. Í ársfjórðungsuppgjöri sínu kallar Salmar, hið norska móðurfyrirtæki Arnarlax, þetta ömurlega dýravelferðarástand hins vegar...
Katrín svarar ekki spurningum Heimildarinnar
Það er vægast sagt sérstakt að Katrín telji sig ekki þurfa að svara fyrir þetta frumvarp, sem hún hafði mikla aðkomu að á meðan hún gegndi stöðu matvælaráðherra. Í fréttaskýringu Heimildarinnar kemur meðal annars fram að Katrín lét breyta ákvæðum kafla frumvarpsins um...
Lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar festir í sessi óásættanlegt ástand
„... greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Matvælaráðherra um sjókvaíeldi á laxi og lögin sem gilda um þennan iðnað. Bjarkey virðist ekki aðeins vera búin að steingleyma því að það var ríkisstjórn...
Fullyrðingar um að laxeldisleyfi þurfi að vera ótímabundin eiga enga stoð
Í meðfylgjandi fréttaskýringu Heimildarinnar kemur fram að í eina lögfræðiálitinu sem ráðuneytið lét gera um frumvarp um lagareldi er hvorki lagt til að leyfi í sjókviaeldi verði gerð ótímabundin né sagt að núgildandi lög feli sér í sér að leyfin séu í reynd...
Plastmengun frá sjókvíum ógnar lífríki og öryggi sjófarenda
Sjókvíaeldi skapar háska fyrir sjófarendur og er uppruni mikillar plastmengunar. Allt frá örplasti til fóðurröra, eins og í þessu tilviki, og risastóra flothringa sem hafa í sumu tilvikum legið lengi á landi og í fjörum. Bæring Gunnarsson deildi þessu í spjallhóp um...
Nú vill Katrín ekkert segja um gjafakvótaákvæði lagareldisfrumvarps ríkisstjórnarinnar
Þetta er sérstök afstaða. Þetta umdeilda frumvarp er þó á ábyrgð Katrínar að stórum hluta. Hún setti sitt mark á það þann tíma sem hún var í Matvælaráðuneytinu og þaðan fór það til þingsins þegar hún var enn starfandi matvælaráðherra. Eðlilegt er að hún að svari af...
Jón Bjarnason segir lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar ganga gegn grundvallarstefnu VG
Við vonum innilega að grasrótin í VG nái að leiða flokkinn útúr þeim ógöngum sem frumvarp Svandísar, Katrínar og Bjarkeyjar hefur leitt flokkinn í. Fyrrverandi forystumaður og ráðherra VG lýsir stöðunni svona: „Flest grundvallaratriði sem frumvarpið byggir á ganga...
Fiskur sem sleppur úr sjókvíum ber með sér alvarlega fiskisjúkdóma
Svona er ástandið í Noregi þar sem meintir ,,bestu staðlar" eru í löggjöf um sjókvíaeldi. Eldislax sleppur alltaf úr netapokunum. Spurning er ekki hvort heldur hvenær. Einsog svo oft áður hefur helsjúkur lax sloppið úr kvíunum og dreifir sjúkdómum um lífríkið utan...
x=Helmingurinn af eldislöxum í Noregi of ílla farnir til manneldis
48,7% Næstum því annar hver eldislax sem norski sjókvíaeldisrisinn Mowi slátraði í fyrstu viku apríl var svo illa farinn af vetrarsárum að hann var flokkaður sem "framleiðslufiskur". Það þýðir að ekki er hægt að gera úr honum flök. Í staðinn skera fyrirtækin sárin...