Fréttir
Vegir liggja undir skemmdum vegna þungaflutninga tengdu sjókvíaeldi
Þau eyðileggja vegina með þungaflutningum, borga ekki tekjuskatt á Íslandi en vilja að aðrir borgi fyrir það tjón sem þau valda. Þetta eru sjókvíaeldisfyrirtækin sem eru skráð í norsku kauphöllinni. Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu er um 0,2 prósent...
Áframhaldandi stórfelldur laxadauði: 525 þúsund laxar drápust í febrúar
Skelfilegar tölur yfir dauða í sjókvíum við Ísland í febrúar voru að birtast á Mælaborði fiskeldis hjá MAST. Rúmlega 525 þúsund eldislaxar drápust í þessum stysta mánuði ársins. Sú tala er 6,5 sinnum hærri en nemur öllum villta íslenska laxastofninum. Fyrstu tvo...
„Óvenju ógeðsleg aðdróttun“ – grein Jóns Kaldal
Þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur börnum fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Í skýrslunni kemur líka fram að íslenskum ríkisborgurum hefur farið jafnt...
Sjókvíaeldið eyðileggur ekki bara villta laxinn og náttúru, heldur líka vegakerfi Vestfjarða
Þungaflutningar með sjókvíaeldislax hafa valdið svo miklum skemmdum á vegum á Vestfjörðum að Vegagerðin er að fjarlægja slitlagið og breyta þeim aftur í malarvegi. Það verður lítið ef nokkuð eftir af takmörkuðu auðlindagjaldi, sem sjókvíaeldið greiðir í ríkissjóð,...
Viðtal við stofnanda fataframleiðandans Patagónía í Hemildinni
Þetta er afbragðs gott viðtal við Yvon Chouinard, stofnanda Patagonia og eindreginn stuðningsmanns náttúru Íslands og villta laxins. 70 prósent þjóðarinnar er andsnúinn sjókvíaeldi á laxi. Við þurfum að fá stjórnmálafólkið á Alþingi til að hlusta. Og já, við ætlum að...
Engin svör frá Umhverfisstofnun um notkun lúsaeiturs meðan umhverfisáhrif þess óþekkt
Þessi merkilega frétt birtist í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að ekki fást svör við spurningu um hvort Umhverfisstofnunin telji forsvaranlegt að eiturefni og lyf gegn laxa- og fiskilús séu í notkun á meðan áhrif þeirra á lífríki í þeim fjörðum þar sem þau eru...
Atvinnusköpun í sjókvíaeldi gagnast fyrst og fremst erlendu farandverkafólki
Vel var mætt á málstofu í Odda þar sem Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, kynnti nýja skýrslu um áhrif sjókvíaeldis á byggð í næsta nágrenni, leyfisveitingar og byggðastefnu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þar sem sjókvíaeldi á laxi er...
Ný og óvænt eftiráskýring Arctic Fish á sleppislysinu í fyrra
Útskýringarnar hjá Arctic Fish á því sem fyrirtækið klúðraði taka stöðugum breytingum. Hvernig skildi standa á því? Heimildin greinir frá síðustu útgáfu eftiráskýringa Arctic Fish: Laxeldisfyritækið Arctic Fish segir að laxalúsafaraldurinn hjá fyrirtækinu í fyrra og...
Fiskur sem notaður er fóður til að framleiða eina máltíð af eldislaxi myndi duga í fjórar
Til að framleiða eina máltíð af eldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Þetta er fáránleg nýting á hráefni. Rannsóknin birtist í Nature Food. Fjallað er um rannsóknina og matvælasóunina sem sjókvíaeldið er...
Gríðarlegur laxadauði í norsku sjókvíaeldi, en þó lægri en á Íslandi sem sprengir alla skala
Aldrei hafa fleiri eldislaxar drepist í sjókvíum við Noreg en í fyrra. Dauðshlutfallið þar var 16,7 prósent en hér við land var það um 23 prósent í þessum grimmdarlega iðnaði. Í nýrri skýrslu frá norsku Dýralæknastofnuninni kemur fram að ástandið var mjög misslæmt...
Fólk um allan heim að vakna til meðvitundar um skaðsemi sjókvíaeldis
Heimurinn er að vakna og átta sig á því hversu hrikaleg meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna er á eldislaxinum. Í engum öðrum búskap, þar sem dýr eru alin til manneldis, drepst jafn hátt hlutfall eldisdýra vegna aðstæðna, sjúkdóma og innbyggðra veikleika og í sjókvíaeldi...
Jón Kaldal og Jens Garðar Helgason tókust á í Spursmálum, spjallborðsþætti Morgunblaðsins,
Viðræður Stefáns Einars Stefánssonar, þáttastjórnanda, við Jens Garðar Helgason frá Fiskeldi Austfjarða og Jón Kaldal frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum eru fróðlegar. Þessi þáttur er í opinni dagskrá á vef Morgunblaðsins. Óhætt er að segja að kastast hafi í...