Merkilegt að stjórnarformaður Arnarlax sleppir að nefna að tvö erlend skip til viðbótar voru fengin á hamfarasvæðið. Annað skráð sem chemical tanker með 3. 200 tonna burðargetu og frá sömu útgerð dæluskip sérhæft í að fjarlægja dauðan lax úr sjókvíum.

Dauði laxinn er settur í maurasýru sem tankskipið flytur svo á brott.

Skv. frétt RÚV:

“Vart hefur verið við mikinn laxadauða í sjókvíaeldi Arnarlax á Vestfjörðum og talið að um 500 tonn af laxi hafi drepist í kvíum fyrirtækisins. Eitt fullkomnasta slátrunarskip heims er nú á Bíldudal og mun aðstoða við að koma laxinum í vinnslu í landi. Stjórnarformaður Arnarlax segir að laxadauðinn nú sé innan marka sem fyrirtækið gerði ráð fyrir um afföll. …

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir í samtali við fréttastofu að um 500 tonn hafi drepist í kvíum í Hringsdal í Arnarfirði, sem er heldur meira en hefur verið á þessum árstíma. Stefnt er að því að norska skipið hefjist handa á næstu dögum og búið verði að slátra fyrir lok febrúar.

Kjartan segir að veðrið og langvarandi lægðagangur hafi haft töluverð áhrif á sjókvíarnar, sem eru á sífelldri hreyfingu í firðinum. Við kólnandi hitastig sjávar fer laxinn neðar í kvíarnar og nuddast oft utan í netin. Við minnstu viðkomu geta myndast sár sem gerir það að verkum að fiskurinn missir hreistur og drepst að lokum. “