Forseti Alþingis hittir naglann á höfuðið í þessari frétt RÚV af afhendingu undriskrifta gegn sjókvíaeldi í dag:

„Og svo auðvitað bara okkar skyldu til að varðveita tegundafjölbreytileika, að ég tali ekki um að passa upp á þessa einstöku skepnu laxinn, sem við búum svo vel ennþá að hafa í nokkuð góðu standi þó vissulega séu blikur á lofti.“

Skv. RÚV:

Steingrímur segir þetta stóra áskorun sem hann hafi tekið við og hann muni gera þinginu og viðkomandi nefndum grein fyrir málinu. Hann segir nýleg lög móta ákveðna stefnu í þessum málum.

„Að því leyti til að það eru innbyggðir miklir hvatar í það kerfi fyrir þá sem færa eldi upp á land eða eru með eldi í algjörlega lokuðum og öruggum umbúðum, þannig að að vissu leyti hefur Alþingi markað stefnuna í þá átt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.