Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um hversu mikið af fiskimjöl frá Gambíu er í fóðri sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér á landi.

Vísir fjallar um rannsókn umhverfisverndarsamtakanna Outlaw Ocean Project.

„Stærsta áskorunin í fiskeldi er að fóðra fiskinn. Fóðurkostnaður er um sjötíu prósent af rekstrarkostnaði fiskeldis og eina fóðrið sem er nógu ódýrt hingað til er fiskimjöl. Fiskeldisstöðvar sem framleiða vinsælt sjávarfang á borð við karfa eða lax nota oft meiri fisk í fóður en þær selja til verslana og veitingastaða. Eldistúnfiskur getur til dæmis étið allt að fimmtánfalda þyngd sína af fiskimjöli áður en hann ratar á markað. Rannsakendur hafa komið auga á mögulega valkosti aðra en fiskimjöl, til dæmis mannlegan úrgang, þang og lirfur en peningahliðin gengur ekki upp enn sem komið er.

Þetta veldur erfiðri þversögn. Sjávarútvegur reynir að stunda hægja á ofnýtingu sjávarafurða en með því að rækta þann fisk sem við borðum helst í fiskeldu erum við að veiða meira af öðrum fiski. Gambía flytur meginþorra síns fiskimjöls til Kína og Noregs þar sem það er notað til að framleiða ódýran lax fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað en á sama tíma er fiskurinn sem Gambíumenn borða sjálfir að hverfa.“