Eigendur Fly Fishing Bar hittu Frey Frostason formann IWF í dag til að afhenda styrk að upphæð 250.000 kr. Fly Fishing Bar seldi jóladagatalið Flugujól nú í aðdraganda jóla og hluti af söluverðinu var ánefndur Icelandic Wildlife Fund. Það veitti þeim Gunnari Helgasyni, Björgvini Pétri Sigurjónssyni, Davíð Lúther Sigurðarsyni og Ásmundi Helgasyni mikla ánægju að geta veitt IWF þennan styrk, og þakka þeir því fólki sem keypti dagatölin.

Lifi laxinn!