Við vorum ásamt baráttusystkinum okkar að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið. Tilgangurinn er að hvetja neytendur til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum.
Þið megið endilega hjálpa okkur að dreifa þessu sem víðast!

Það bætist stöðugt á listann yfir þær verslanir og veitingahús sem bjóða ekki upp á sjókvíaeldislax:

Við bjóðum Matarbúðina Nándina velkomna. Sömu leiðis veitingastaðina Centrum Kitchen & Bar og Strikið á Akureyri og Kröns við Laugaveg, sem hefur aldrei frá opnun boðið upp á sjókvíaeldislax.

Og auðvitað er eldislax úr sjókvíum ekki í boði á bestu veitingahúsunum á Seyðisfirði. Við bjóðum Norð Austur Sushi & Bar og Skaftfell Bistró formlega velkomin á listann okkar!