Hér fyrir neðan er skjáskot af vefsvæði sameiginlegs félags Fiskeldis Austfjarða og Laxa en bæði félög eru í meirihlutaeigu eigu norska sjókvíaeldisrisans Måsøval og eru með sjókvíar í austfirskum fjörðum.

Tvennt er lýsandi á þessari mynd. Annars vegar skilar félagið auðu þegar kemur að stefnu um sjálbæran rekstur, enda er útilokað að starfrækja sjókvíaeldi á iðnaðarskala með sjálfbærum hætti. Hitt er að aðalskrifstofa félagsins er skráð til heimilis á suðvesturhorni landins, nánar tiltekið Seltjarnarnesi, þar sem væntanlega hæstlaunuðu starfsmenn þess starfa.